SÍMALAUS SUNNUDAGUR

Barnaheill hvetja landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klst kl 9-21, sunnudaginn 30. október. Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun og þau áhrif sem þessi skemmtilegu tæki geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.

Skráðu þig hér og taktu áskoruninni um símalausan sunnudag. Við sendum þér svo fimm góð ráð á laugardeginum 29. október.

Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna vinninga frá Skautahöllinni, Klifurhúsinu, Spilavinum, Rush, í hvalaskoðun hjá Eldingu ásamt glæsilegu Apple úri frá Nova.