Símalaus sunnudagur 2020

Barnaheill hvetja landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir kl. 9-21, sunnudaginn 15. nóvember. 

Skráðu þig hér og taktu áskoruninni um símalausan sunnudag. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna vinninga.*

  Við sendum þér svo fimm góð ráð á laugardeginum 14. nóvember.

  Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun og þau áhrif sem þessi skemmtilegu tæki geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.

  *Meðal vinninga eru:

  • Helgargisting í bústað í vetur hjá Minniborgum
  • Gjafabréf í Klifurhúsið fyrir fjölskylduna
  • Keila, pizza og shake fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Keiluhöllinni
  • Gjafabréf fyrir 9 holu hring fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Minigarðinum
  • Fjölskylduspilið Út fyrir kassann frá Munum
  • Föndursett frá A4
  • Fjölskyldumáltíðir frá KFC, Dominos og Grill 66